Um vildarklúbbinn
Öllum þeim viðskiptavinum Spánarheimila sem hafa fjárfest í draumeigninni á Spáni er boðin þátttaka í Vildarklúbb Spánarheimila. Um er að ræða lokaðan hóp viðskiptavina Spánarheimilis þar sem markmið klúbbsins er meðal annars upplýsinga- og þjónustuvettvangur Spánarheimila við viðskiptavina sína. Einnig eru reglulegir hittingar innan klúbbsins bæði á Íslandi og Spáni þar sem efnt til ýmissa kynningar- og fræðslufunda samfara því að koma saman og hafa gaman saman.
Innan vildarklúbbsins er upplýsingum og fróðleiksmolum miðlað ásamt því sem viðskiptavinurinn fær upplýsingar um Vildarkjör á þjónustu & afþreyingu. Hverjum og einum Vildarklúbbsmeðlimi er boðin ýmiss vildarkjör á þjónustu og afþreyingu en nefna má afslætti á bílaleigubílum, golfi, bílastæðalagninu við flugvelli, afslættir á veitingastöðu og margt fleirra.
Allir Vildarklúbbsmeðlimir fá einnig mikinn afslátt af flugvallarakstri og öðru skutli ásamt notkun á Deilibílum sem eru til afhendingar á skrifstofu Spánarheimila á Spáni.
Hver og einn viðskiptavinur fær við kaup afhent Vildarklúbbskort sem veitir aðgang að ógrynni fríðinda og vildarkjara bæði á Spáni og Íslandi.
Starfsfólk Spánarheimila stjórnar síðunni en meðlimir eru einnig hvattir til að deila upplýsingum og öðru hagnýtu efni.