Spánarheimili kynnir: Fallegt einbýlishús staðsett í rólegu íbúðarhverfi í Los Balcones með útsýni að saltvatninu í Torrevieja. Staðsett á svæði með allri þjónustu í kring eins og matvöruverslunum, veitingastöðum, apótekum og fleira Húsið situr á 800 m² lóð og er með stóru útisvæði með einkasundlaug þar sem hægt er að njóta sólarinnar, útieldhúsi og bílastæði fyrir allt að 3-4 bíla Um er að ræða algjörlega endurnýjaða eign sem er 190 m² með þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Gengið er inn í opið rými þar sem þú hefur stofu/borðstofu með arinn og nútímalegu eldhúsi. Á jarðhæðinni má finna baðherbergi og en-suite svefnherbergi með einkabaðherbergi. Á efri hæðin er eitt baðherbergi og hin 2 svefnherbergin, annað þeirra er með svalir þar sem þú hefur útsýni að saltvatninu. Eigninni fylgir innbú og loftkæling (heitt / kalt).