Spánarheimili kynnir:
Einstök lúxus villa í Altea, á norðurhluta Costa Blanca, með stórkostlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Eigning er 213 m² og samnstendur af 3 svefnherbergjum og tveimur og glæsilega innréttuðum baðherbergjum. Villan einkennist af opnu eldhúsi, með nýjustu heimilistækjum og rúmgóðri stofu með stórum gluggum sem hleypa inn mikilli náttúrlegri birtu.
Fyrir utan er risastór verönd með sundlaug og stórbrotnu útsýni yfir Miðjarðarhafið, fullkominn staður til að slaka á á sólríkum dögum og á stjörnubjörtum sumarnótt um. Útisvæðið er fullkomið til þess að taka á móti gestum og upphitaða sundlaugin gerir kleift að njóta allt árið um kring.
Möguleika á breyta svæðinu undir sundlaugarveröndinni í gestaíbúð, líkamsræktaraðstöðu eða annað stórt herbergi. Eignin hefur bílastæði fyrir meira en 5 bíla.
Um svæðið:
Hvíta strandþorpið Altea á er sannkölluð perla á Costa Blanca og hefur oft verið valið eitt af 10 fallegustu þorpum á Spáni. Vinsæli gamli bær Altea, sem er staðsettur á hæð, með fallegri kirkju og kirkjutorgi er mikilvægasta aðdráttarafl bæjarins. Hægt er að rölta um þröngar götur og njóta einstakrar fegurðar litlu húsana oft skreytt með sérstökum bohemian stíl. Þú getur verslað í einni af mörgum handverksverslunum, borðað góðan mat á einum af fjöldamörgum góðum veitingastöðum og notið stórkostlegs útsýnis yfir ströndina. Strendurnar í Altea eru fullkomnar fyrir strandfrí og laða til sín sólþyrsta ferðamenn alls staðar að úr heiminum.
Frábær staður fyrir alla sem vilja sameina sól og sjó með menningu og sögu.