Íbúð með stórbrotnuútsýni yfir hafið, miðbæ Altea og Sierra Gelada fjallgarðinn. Staðsett á rólegu og friðsælu svæði, aðeins 50 metra frá Miðjarðarhafinu og ströndinni. Nálægt er Campomanes smábátahöfnin með fjölmörgum veitingastöðum. Sameiginleg sundlaug með garði og tennisvöllur.
Íbúðin er á fyrstu hæð í húsi með lyftu. Eignin er 87 m² og samanstendur af stofu með borðkrók, baðherbergi, þvottaherbergi, opið eldhús og tvö svefnherbergi með innbyggðum fataskápum. Eignin hefur nýlega verið algjörlega endurnýjuð í Ibiza stíl öll húsgögn fylgja og öll heimilistæki eru ný.
Um svæðið:
Hvíta strandþorpið Altea á er sannkölluð perla á Costa Blanca og hefur oft verið valið eitt af 10 fallegustu þorpum á Spáni. Vinsæli gamli bær Altea, sem er staðsettur á hæð, með fallegri kirkju og kirkjutorgi er mikilvægasta aðdráttarafl bæjarins. Hægt er að rölta um þröngar götur og njóta einstakrar fegurðar litlu húsana oft skreytt með sérstökum bohemian stíl. Þú getur verslað í einni af mörgum handverksverslunum, borðað góðan mat á einum af fjöldamörgum góðum veitingastöðum og notið stórkostlegs útsýnis yfir ströndina. Strendurnar í Altea eru fullkomnar fyrir strandfrí og laða til sín sólþyrsta ferðamenn alls staðar að úr heiminum.
Frábær staður fyrir alla sem vilja sameina sól og sjó með menningu og sögu.