Spánarheimili kynnir: Nýr kjarni einbýlishúsa við Los Montesinos sem er fallegur lítill bær á Orihuela Costa svæðinu. Stutt er í alla þjónustu eins og veitingastaði, matvöruverslanir, banka og apótek. Habaneras verslunarmiðstöðin er td. í eingöngu 12 mín. akstursfjarlægð og ströndin á Guardemar er í ca. 18 mín. akstursfjarlægð. Um er að ræða einbýli sem eru 110 m2 á tveimur hæðum og eru með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. Lóðirnar eru um 221 m2 með bílastæði á lóð og að auki er einkasundlaug innan lóðar. Þakverönd er um 59 m2 með flottu útsýni. Gengið er inn í nútímalegt eldhús sem er opið til stofu/borðstofu og frá eldhúsi er gengið út á verönd. Út frá stofu finnur þú eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Þegar gengið er upp á efri hæðina finnur þú tvö önnur svefnherbergi, bæði með einkabaðherbergi og útgengi á svalir og þaðan er gengið upp á þakverönd. Verð frá 365.900€ Nánar um svæðið: Los Montesinos er fallegur spænskur bær um það bil 12 kílómetra inni í landið frá ströndinni í Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð. Bærinn Ciudad Quesada er í ca. 10 mín. akstursfjarlægð sem er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Los Montesinos. Fjöldi golfvalla er í 10-15 mín. akstursfjarlægð eins og Vistabella Golf, La Finca Golf og La Marquesa Golf ásamt fleirri völlum. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is