Spánarheimili kynnir:
Glæsileg lúxus einbýlishús 70 metra frá La Mata ströndinni í Torrevieja.
Um er að ræða 3 einbýli sem byggð eru inn í grónu hverfi. Öll húsin eru eins, sbr. tveggja hæða + þaksvalir, 4 svefnherbergi, 3 baðherbergi, 2,7 x 5 metra einkasundlaug, bílastæði innan lóðar og þaksvölum með strandar og sjávarsýn. Eini munurinn er stærð lóðar. Villa 1 er með 203 fm lóð, villa 2 er með 173 fm lóð og villa 3 er með 205 fm lóð og er næst ströndu.
Öll efni og tæki eru fyrsta flokks og má nefna að blöndunartæki og baðinnréttingar eru frá Hansgrohe og eldhústæki frá Bosch.
Öll raftæki í eldhúsi, aircon (heitt/kalt) og hiti í gólfum innifalið í verði.
Afhent í lok árs 2024.
Verð frá 820.000 til 865.000 evrur.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 558-5858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
La Mata er 9.000 manna bær á milli Guardemar og Torrevieja og er í raun sérbær með alla þjónustu og 4.2 km fallega sandströnd sem undanfarin ár hefur verið verðlaunuð með "Bláa Fánanum". Svæðið er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag sitt og frábæra strandlengju. Göngugata liggur meðfram ströndinni þar sem úrval veitingastaða og kaffihúsa eru.
Inni í landinu er Lagunas de la Mata-Torrevieja náttúrugarðurinn með skemmtilegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum, annað bleikt og hitt grænt. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaganum þýðir að þar er meðalhiti um 18°C og meira en 300 sólskinsdagar á ári hverju. Eigendur fasteigna í La Mata / Torrevieja njóta þróaðra innviða; menntastofnana, heilsugæslu, vatnagarða og verslana.