Spánarheimili kynnir: Einstakt lúxus setur staðsett í hlíðum El Madroñal með stórkostlegu sjávarútsýni. Eignin sem er um 1080 fm að stærð á þremur hæðum situr á 4300 fm útsýnislóð. Herbergin eru 5 og baðherbergin að sama skapi 5. Í eigninni eru tvær stórar borðstofur, koníaksstofa, vinkjallari, fullbúið eldhús (chefs kitchen), líkamsrækt, SPA aðstaða, þvottaherbergi og bílskúr fyrir 4 ökutæki. Og til að komast á milli hæða er lyfta. Hiti er í gólfum á allri eigninni. Útisvæðið er draumi líkast en þar er fullbúið eldhús, stór sundlaug og græn svæði. Mjög stórt plan er fyrir framan eignina og er aðkoman að eigninni engu lík. Eignin og allt innbú er sérhannað og er erfitt að lýsa lúxusnum sem eignin bíður upp á - en myndirnar segja sína sögu ! Allt innbú er innifalið í verði. Verð 6.750.000€. Um svæðið: Bærinn Benhavís sem oft er kallaður "demantur Costa del Sol" er fallegt fjallaþorp um 7 km frá ströndum Miðjarahafsins og á milli Marbella, Estepona og Ronda. Bærinn hefur mikið verið notaður sem sviðsmynd fyrir kvikmyndir enda fegurðin einstök. Svæðið er paradís fyrir golfáhugafólk og nátturu unnendur. Á svæðinu er aðstaða fyrir þyrlur (þyrlupallur) og ekki er óalgengt að rekast á heimsfræga íbúa bæjarins en þeir eru margir.