Spánarheimili kynnir: Einstakar lúxus villur staðsettar aðeins 300 metra frá ströndinni á mjög eftirsóttum stað. Um er að ræða svæði sem hefur verið mjög eftirsótt og er talið eitt af betri svæðum á Costa Del Sol, aðeins 1.6 km frá Puerto Banus og 7 km frá Marbella. Villurnar sem eru einstakar eru á milli 750 og 820 fm að stærð, með 4 svefnherbergi og 6 baðherbergi á þremur hæðum. Villurnar eru með einkasundlaug í garðinum, og heitum nuddpotti á þakverönd. Gert er ráð fyrir rýmum eins og vínkjallara, bíósal, leiksal ofl. ofl. og hafa kaupendur mikið um það að segja sbr. með hönnuðum byggingaraðila. Á jarðhæð er einkabílakjallari með pláss fyrir allt að 3 ökutæki og er hægt að hafa lyftu á milli hæða. Verð frá 3.150.000€.