Spánarheimili kynnir: Nýr kjarni einbýlishúsa í Las Heredades sem er lítill bær norður af Orihuela Costa svæðinu, á milli Algorfa og Rojales en þar er stutt að fara eftir daglegum nauðsynjum eins og á veitingastaði, matvöruverslanir, banka og apótek. Um er að ræða einbýli sem eru 104 m2 á tveimur hæðum og eru með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. Lóðirnar eru um 170 m2 með bílastæði á lóð og möguleiki er að bæta við einkasundlaug. Gengið er inn í nútímalegt eldhús sem er opið til stofu/borðstofu og frá eldhúsi er gengið út á verönd. Út frá stofu finnur þú eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Þegar gengið er upp á efri hæðina finnur þú tvö önnur svefnherbergi, bæði með einkabaðherbergi og útgengi á svalir. Verð frá 332.000€ Fyrstu húsin verða tilbúin til afhendingar í nóvember 2024. Nánar um svæðið: Algorfa er lítill bær í Alicante-héraði sem staðsettur er á bökkum árinnar Segura. Fólk sem hefur heimsótt Algorfa finnur þar fullkominn stað fyrir heimili við strandlengjuna. Hinn frægi La Finca-golfklúbbur er staðsettur í þessum bæ sem auk annarrar þjónustu rekur fimm stjörnu hótel og verslunarsvæði þar sem má finna úrval veitingastaða. Eitt helsta aðdráttarafl Algorfa er fjölbreytt fasteignaúrval sem í boði er; íbúðir af öllu tagi, raðhús og einbýli. Framfærsla og lífsstíll er á vel viðráðanlegu verði í bænum. Ciudad Quesada – Rojales er staðsett um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Ciudad Quesada er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er það að finna gott úrval íbúða. Framboðið er einkar heillandi: Gæði á góðu verði. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is