Spánarheimili kynnir:
Glæsileg einbýli í Finestrat í norður Costa Blanca héraðinu. Norður Costa Blanca er þekkt fyrir einstaka möguleika til útivistar, fjöldamargar gönguleiðir eru á svæðinu, norður Costa Blanca er draumur hjólreiðafólks hingað koma þekktustu hjólreiðamenn/konur heims til að þjálfa á veturna og svo má ekki gleyma golfvöllunum og fallegu ströndunum.
Um er að ræða mjög vel staðsettar einbýlishús í hæðunum ofan við Benidorm. Húsin eru með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum og möguleiki er á að bæta við kjallara með opnu rými sem er tilvalið sem hobbý herbergi, þvottahúsi og salerni. Gengið er inn í húsið á neðri hæð í opið rými sem sameinar borðstofu, stofu og eldhús. Á hæðinni er jafnframt svefnherbergi og baðherbergi. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Í hjónasvítunni er innangengt á baðherbergi og jafnframt er þar fataherbergi og útgengt á rúmgóðar svalir. 43 fm þaksvalir með frábæru útsýni ýmist til sjávar eða fjalla kóróna svo þessa glæsilegu eign. Góður sérgarður með sundlaug og bílastæði á lóð. Þaksvalir og sólarsella fylgja með í kaupunum. Sjón er sögu ríkari!
Verð 549.000 - 679.000 €
Nánar um svæðið:
Finestrat er við Benidorm sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar, staðsettur í Valencia-héraði og telst höfuðborg Costa Blanca. Í dag er bærinn byggður hágæða hótelum og skýjakljúfum sem taka á móti jafn mörgum ferðamönnum erlendis frá og Spáni. Flestar verslanir og veitingahús eru í gamla bænum, en sá hluti var áður virki. Þröngar göturnar búa yfir miklum sjarma og mynda eins konar völundarhús stræta, gatna og innskota sem geyma fjöldann allan af áhugaverðum litlum búðum auk veitingahúsa og bara sem bjóða upp á gómsæta smárétti eða Tapas. Í Benidorm má finna margar af hæstu byggingum Spánar og fasteignaúrvalið er afar fjölbreytt. Hvort sem um fjárfestingu eða afslöppun er að ræða er öruggt að Benidorm tekur sérstaklega vel á móti þeim sem kaupa fasteign á staðnum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is