Spánarheimili kynnir: Glæsileg einbýli í Quesada sem er snyrtilegur og rólegur bær staðsettur fyrir utan Torrevieja. Húsin eru í góðu hverfi þar sem er stutt í flest alla þjónustu og marga og fjölbreytta veitingastaði.
Hvert hús er á tveimur hæðum en hægt er að bæta við 52m2 kjallara. Á jarðhæð er glæsilegt eldhús opið til stofu og borðstofu, svefnherbergi og baðherbergi. Frá stofu er gengið út á verönd með einkasundlaug. Á annarri hæð eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Einnig eru 18m2 svalir.
Á lóðinni er stór og snyrtilegur garður, einkasundlaug (valkvætt) og bílastæði.
Eigendur fá valkost um það hvort þau vilji hafa einkasundlaug á lóðinni eða ekki. Sundlaugin er ekki innifalin í verðinu.
6x3 sundlaug kostar 17,500€
7x3 sundlaug kostar 19,900€
Verð frá 369.900€ upp í 414.000€.
Flest húsin eru tilbúin til afhendingar
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is