Spánarheimili kynnir: Glæsilegt einbýli í Moraira sem er bær á milli Calpe og Denia. Stutt er í flesta þjónustu og fjölbreytta veitingastaði.
Þetta hús er byggt árið 2020 og er á tveimur hæðum. Það er flott verönd fyrir framan húsið ásamt garði og einkasundlaug. Á jarðhæð er opið frá eldhúsi til stofu og borðstofu. Það er líka klósett á jarðhæð. Á annarri hæð eru 3 svefnherbergi og eru þau öll með flotta innbyggða fataskápa og einkabaðherbergi.
Innifalið í verði er loftkæling og raftæki í eldhús.