Blogg og Blogg og

Blogg og

fréttir

14 des 2025
Enn eitt metið slegið á Alicante flugvelli
Enn eitt metið slegið á Alicante flugvelli

Samgöngur skipta sköpum þegar tekin er ákvörðun um hvar fjárfesta skuli í fasteignum. Mikilvægt er að geta ferðast á milli landa og svæða á fljótlegan, öruggan og hagkvæman hátt. Þetta er ein helsta ástæða þess að Costa Blanca-svæðið hefur verið í stöðugri sókn á undanförnum árum.
Og ef einhver þjóð skilur mikilvægi góðra flugsamgangna, þá eru það við Íslendingar.

Alicante–Elche Miguel Hernández flugvöllur er einn af stærstu flugvöllum Spánar (3. stæðsti) og hefur sýnt mikinn vöxt. Alla mánuði ársins 2025 hefur verið umtalsverð aukning í farþegafjölda og núna í nóvember fóru um 11 milljónir farþega í gegnum flugvöllinn, sem jafngildir 10,3% aukningu miðað við sama tímabil í fyrra.

Flugsamgöngur milli Íslands og Alicante eru mjög góðar. Yfir vetrartímann eru að jafnaði 3–5 bein flug á viku, en yfir sumartímann 7–11 flug. Að auki eru fjölmargir möguleikar með td. einni millilendingu í Evrópu , sem gerir aðgengi Íslendinga að svæðinu einstaklega gott.

Það sem margir Íslendingar kunna einnig að meta er mikil tíðni fluga frá Alicante-flugvelli til annarra áfangastaða, bæði innan Evrópu og til fjarlægari landa. Þetta gerir flugvöllinn og svæðið í heild sinni afar hentugt fyrir frekari ferðalög.

Til dæmis:

- Viltu skella þér til Marrakech? Það er auðvelt – með Ryanair má fljúga þangað fram og til baka fyrir um 100 evrur og flugtíminn er aðeins um 2 klukkustundir.

- Tónleikar á Ibiza næsta sumar? Yfir sex flugfélög bjóða upp á bein flug daglega, verð frá um 21 evru og flugtími aðeins um 40 mínútur.

Ferðamöguleikar frá Alicante-flugvelli eru því nánast endalausir og þetta er einn af augljósum kostum þess að eiga fasteign á Costa Blanca-svæðinu.

Horft er til frekari uppbyggingar flugvallarins á næstu 5–7 árum, þar sem áætlað er að bæta við annarri flugbraut og stækka brottfarar- og komusvæði um allt að 40%. Þetta mun styrkja svæðið enn frekar sem alþjóðlegan samgöngu- og fjárfestingarkjarna.
Semsagt, svæði í hörku uppbyggingu nú sem fyrr !

10 des 2025
Af hverju velja sífellt fleiri Íslendingar að búa á Costa Blanca og Costa Cálida frekar en á Íslandi ?
Af hverju velja sífellt fleiri Íslendingar að búa á Costa Blanca og Costa Cálida frekar en á Íslandi ?

Já, svarið er í raun einfalt:
Lægri neyslukostnaður, ódýrari fasteignir og sól yfir 300 daga á ári.
Í staðinn fyrir að fara út í kuldann og byrja daginn á því að skafa bílinn á Íslandi, getur þú drukkið kaffi á svölunum í hita og yl á Spáni, fyrir helmingi lægra verð.

Ódýrari neysluútgjöld.
Spánarheimili hefur tekið saman nýjustu gögn frá Eurostat, Hagstofu Íslands, INE á Spáni og Numbeo um neyslu og húsnæðiskostnað á Spáni miðað við Íslandi. Niðurstöður sýna að Costa Blanca og Costa Cálida bjóða ekki aðeins upp á sól og strendur, heldur einnig mun hagkvæmari lífstíl og neysluútgjöld.
Samkvæmt viðeigandi gögnum eru neysluútgjöld á Spáni að meðaltali 50–70% lægri en á Íslandi. Þetta á ekki aðeins við um húsnæði og mat, heldur líka veitingastaði og bensín svo eitthvað sé nefnt.

Hvað þýðir þetta í raun ?

• Fjögurra manna fjölskylda sem eyðir að lágmarki 200.000 kr. í mat á mánuði, á Íslandi, greiðir aðeins um 100.000 kr. á Spáni.
• Lægra bensínverð sparar fjölskyldu með tvo bíla allt að 300.000 ISK á ári.
• Að fara út að borða er helmingi ódýrara heldur en í Reykjavík.
Samkvæmt þessum upplýsingum getur íslensk fjölskylda sparað allt að 1,7 milljón kr. á ári í daglegri neyslu með því að búa á Costa Blanca eða Costa Cálida.

Fasteignir allt að 3x ódýrari á Spáni.
Í Reykjavík kosta íbúðir í miðbænum að jafnaði um 1 milljón kr. á fermeter. Þetta þýðir að 80 fm íbúð kostar í kringum 80 milljónir kr.
Á Spáni er dæmið allt annað. Samkvæmt INE er meðal fermetraverð á Costa Blanca og Costa Cálida er í kringum 280 - 300 þúsund kr. og 375 þúsund kr. á nýbyggingum. Fasteignir á Spáni eru því allt að 3x ódýrari en á íslandi.
Raunverulegt verð fasteigna á báðum stöðum fer þó alltaf eftir staðsetningu, hverfi, stærð og hvort um nýbyggingu eða eldri eign ræðir.

Geta Íslendingar fengið lán á Spáni?
Já, Íslendingar geta fengið fasteignalán á Spáni gegn greiðslumati. Geiðslumatið byggist á íslendum fjarhagsgögnum sem við sjáum um að láta þýða og senda í bankana til að fá tilboð.
• Vextir: 2,75–4,5% (óverðtryggðir)
• Lánstími: Allt að 30 ár
• Fjármögnun: Allt að 75% af kaupverði
Til samanburðar eru vextir á íslandi á bilinu 8–11%, sem gerir fjármögnunina þar töluvert þyngri í mánaðarlegum greiðslum.
Athugið: Íslensk félög (ehf) geta ekki tekið lán á Spáni, en það er hægt að stofna spænskt félag sem tekur lánið. Við hjá Spánarheimili leiðbeinum þér í gegnum það ef þörf er á.

Aukin lífsgæði og frelsi frá skammdeginu.
Á Íslandi eru veturnir kaldir og dimmir en á Spáni skín sólin yfir 300 daga á ári. Þar getur þú spilað golf allt árið, farið út í stuttbuxum í janúar, spilað padel undir berum himni eða eytt kvöldum á ströndinni í stað þess að skafa bílinn í myrkri og frosti.
✅ Fyrir suma er þetta tækifæri til að flytja í sólina, breyta um lífstíl og spara í daglegum kostnaði.
✅ Fyrir aðra snýst þetta um að eiga sitt annað heimili í sólinni, nota það í fríum og leigja út þess á milli.

Margir viðskiptavinir okkar láta fasteignina sína borga sig sjálfa með útleigu sem stendur undir bæði afborgunum og kostnaði. Þú nýtur eigninnar þegar þú vilt en þess á milli læturðu hana vinna fyrir þig.
Útleiga eigna á Spáni er ein af mörgum þjónustum sem við hjá Spánarheimili bjóðum upp á.

Niðurstaða – Ísland vs. Spánn
Matarkostnaður: 50–70% ódýrari á Spáni
Veitingar: Lúxus máltíðir á Spáni kosta broti af verði mv. Reykjavík. Fasteignir: 2-3 sinnum ódýrari en í Reykjavík
Lífsstíll: 300 sólardagar á ári, menning og betri lífsgæði

En á Spáni færðu töluvert lægra inngangsverð, hagstæðari lán og ódýrari neyslukostnað.
Það má því með sönnu segja út frá upplýsingum hér að ofan að hægt er að lifa betri lífsstíl fyrir minna á Spáni og jafnvel spara í leiðinni.
Af hverju að kaupa í gegnum Spánarheimili?
Þegar Íslendingar vilja kaupa fasteign á Spáni vakna eðlilega margar spurningar:
• Hvernig virkar ferlið?
• Hvað með lán, vexti og skattamál?
Að kaupa eign á Íslandi er góð fjárfesting, sérstaklega ef þú ert nú þegar á markaðnum.

Af hverju að kaupa í gegnum Spánarheimili?
Þegar Íslendingar vilja kaupa fasteign á Spáni vakna eðlilega margar spurningar:
• Hvernig virkar ferlið, hvað með lán, vexti og skattamál?
• Hverjum get ég treyst o.s.frv.?

Við hjá Spánarheimili vitum nákvæmlega hvernig þér líður. Í yfir áratug höfum við aðstoðað hundruð Íslendinga við að finna drauma eignina sína á Spáni og förum með þeim í gegnum allt kaupferlið með sérfræðiaðstoð.

Við bjóðum þér:
✅ Trausta ráðgjöf um fjármögnun og lán.
✅ Leiðsögn í skattamálum og lagalegum atriðum
✅ Leigu- og eignaumsjón ásamt eftirfylgni eftir kaupin

Og það sem gerir okkur einstök:
Vildarklúbbur Spánarheimila. Þar bjóðum við viðskiptavinum okkar afslætti á golfi, bílaleigu, lagningu í Keflavík, flugvallaakstri, veitingastöðum og þjónustu m.a. sem gerir lífið þægilegra og ennþá ódýrara á Spáni.
Með okkur kaupir þú ekki einungis fasteign, þú færð öruggt ferli, áratuga reynslu, þjónustu í báðum löndum og heilt samfélag á Spáni sem tekur á móti þér.
➡ Langar þig að breyta til, sleppa skammdeginu og fjárfesta í betra lífi? Sólin á Spáni bíður þín. Við hjá Spánarheimili hjálpum þér alla leið.
➡ Viltu heyra meira um hvernig við getum hjálpað þér að komast í draumaeignina þína á Spáni?
➡ Bókaðu einkakynningu og við förum yfir ferlið með þér og sýnum þér hvaða eignir eru í boði, auðvitað án allra skuldbindinga.

Heimildir: Numbeo (2025), Eurostat (2024), Hagstofa Íslands (2024), INE Spánn (2025), Turismo Región de Murcia (2025)

13 nóv 2025
Messi æfir á La Finca
Messi æfir á La Finca

Þessa dagana er Messi meðal annara landsliðsmanna Argentínu að æfa á La Finca golfvallarsvæðinu sem svo margir Íslendingar þekkja vel.
Á svæðinu er meðal annars 5* hótel með frábæru æfingasvæði fyrir íþróttir og þar á meðal fótbolta en mörg félags og landslið í fótbolta hafa nýtt aðstöðuna undanfarin ár enda er hún á heimsmælikvarða.

La Finca er eitt glæsilegasta íþrótta- og golfsvæði Costa Blanca, þekkt fyrir rólegt umhverfi, fallegt landslag og aðstöðu sem höfðar bæði til atvinnumanna og áhugamanna. Golfvöllurinn, hannaður af Pepe Gancedo, státar af breiðum brautum, stórum flötum og krefjandi uppsetningu sem gerir hvern hring skemmtilegan og fjölbreyttan. Svæðið er umkringt fjallahring, olíu- og appelsínulundum sem skapa einstaka stemningu allt árið um kring.
Golfæfingaaðstaða í hæsta gæðaflokki.

Fótboltaæfingar í alþjóðlegu umhverfi.
La Finca er einnig vinsæll áfangastaður fyrir fótboltafélög og æfingahópa. Þar er að finna hágæða gervigras- og grasvelli, sem eru í stöðugri notkun hjá bæði unglingaliðum og atvinnumannaliðum sem velja La Finca fyrir æfingaferðir. Vellirnir eru vel upplýstir, viðhaldnir af fagfólki og búnir öllum helstu þægindum.
Mörg lið koma hingað yfir veturinn til að æfa í mildu loftslagi, bæta leikformið og njóta aðstöðunnar sem er sérsniðin fyrir skipulagðar æfingar, hlaupatíma og taktískar æfingar. Hópar hafa einnig aðgang að líkamsrækt, spa- og endurheimtarsvæðum sem henta vel eftir erfiða æfingadaga.

Spánarheimili bjóða upp á glæsilegt úrval fasteigna á svæðinu og kemur verðið verulega á óvart . . . 
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

16 júl 2025
Fasteignamarkaðurinn í Murcia-héraði er að taka risastökk
Fasteignamarkaðurinn í Murcia-héraði er að taka risastökk

Fasteignamarkaðurinn í Murcia- héraði er að taka risastökk - sala jókst um 57,4% á milli maí 2024 og maí 2025.

Murcia, Spáni – 16. júlí 2025.
Fasteignaviðskipti hafa aukist verulega á Murcia-svæðinu en sala fasteigna jókst um heil 57,4% í maí 2025 samanborið við sama mánuð árið áður.
Þetta bendir enn og aftur til mikils trausts kaupenda og sívaxandi eftirspurnar eftir fasteignum á Murcia-svæðinu.

Þessi mikla aukning endurspeglar líflegan markað, knúinn áfram af mjög samkeppnishæfu fasteignaverði, endurnýjuðum áhuga erlendra fjárfesta og áframhaldandi aðdráttarafli Murcia héraðs sem áfangastaðar með háum lífsgæðum. Eignir til fastrar búsetu hafa einnig aukist um 23,1% og það virðist sem vaxandi fjöldi fasteignakaupenda velji Murcia-héraðið sem heimili sitt.

Starfsmenn hjá Spánarheimilum greina frá vaxandi áhuga Íslenskra kaupenda á svæðinu, sérstaklega í kringum Los Alcazares / La Serena þar sem fólk laðast helst að yfir 320 sólardögum á ári, fallegum ströndum og mun lægri framfærslukostnaði miðað við önnur svæði við Miðjarðarhafið. Þess má að auki geta að yfir 20, 18 holu golfvellir eru í innan 30 mínutna akstursfjarlægðar við Los Alcazares og má þá líka geta að Íslenska landssliðið í golfi hefur sínar æfingabúðir í Haciendo De Alamo, sjá nánar hér: https://spanarheimili.is/golf....

Í stuttu máli - lykilatriði:

-57,4% aukning í fasteignaviðskiptum í maí 2025 samanborið við maí 2024.
-Mikil eftirspurn eftir heilsárseignum sem og fjárfestingareignum.
-Sérstakur áhugi á svæðum eins og San Pedro del Pinatar, Los Alcázares, San Javier og Lo Pagan.

„Þetta er ekki bara tala – þetta sýnir að markaðurinn hér í Murcia er fullur af lífi og tækifærum,“ segir Daði Agnarsson, fasteignasali hjá Spánarheimilum. 
„Fólk er að sjá að Murcia-héraðið býður upp á einstaka blöndu af góðu verði, menningu og síðast en ekki síst, auknum lífsgæðum á enn betra verði.“

Með nýjum þróunarverkefnum og bættum innviðum heldur Murcia áfram að styrkja stöðu sína sem eitt spennandi fasteignasvæði Spánar árið 2025 og síðar.

Heimildir að hluta: https://www.ine.es/dyngs/INEba...

6 júl 2025
Við mælum með
Við mælum með "Los Alcazares"

Velkomin til Los Alcázares, draumastaðar við Mar Menor lónið.

Los Alcázares er heillandi strandbær á suðausturströnd Spánar, við hið einstaka Mar Menor, stærsta saltvatnslón Evrópu. Bærinn hefur í gegnum árin þróast úr sögufrægu fiskimannaþorpi í vinsælan áfangastað fyrir ferðafólk og fasteignakaupendur sem leita að sól, sjó og afslöppuðu lífsstíl allan ársins hring.

Með yfir 320 sólríka daga á ári og mildu loftslagi er þetta hinn fullkomni staður fyrir þá sem vilja njóta útivistar, stranda og golfiðkunar.

Los Alcázares státar af löngum, gullnum sandströndum sem liggja meðfram Mar Menor. Lónið er sérstaklega öruggt og vinsælt meðal barnafjölskyldna og vatnaíþróttaunnenda.

Stutt er í Murcia International Airport (Corvera) 20 mín og Alicante-flugvöll, 50 mín. Bærinn er vel tengdur með hraðbrautum og er nálægt vinsælum borgum eins og Cartagena og Murcia.

Svæðið er þekkt fyrir glæsilega golfvelli, þar á meðal La Serena Golf og Roda Golf, auk fjölbreyttrar veitingahúsamenningar og lifandi markaða.

Íbúar Los Alcázares njóta rólegs, vinalegs samfélags þar sem hægt er að rölta meðfram strandgöngustígnum, njóta tapas á strandveitingastöðunum eða taka þátt í fjölmörgum viðburðum sem skipulagðir eru allt árið um kring. Svæðið er líka vinsælt meðal norrænna íbúa sem mynda sterka og samheldna alþjóðlega samfélag.

Við viljum líka benda sérstaklega á La Serena Golf svæðið en þar stendur yfir mikil og hröð uppbygging blandaðrar byggðar sbr. einbýli, rað og parhús og lokaðir íbúðarkjarnar með sameiginlegum sundlugasvæðum ofl. Eignir eru á hagstæðum verðum á svæðinu og tilvalið að fjárfesta í draumaeigninni við La Serena Golf.

Í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð frá Los Alcázares stendur Cartagena, ein merkasta og sögufrægasta borg Spánar. Borgin á sér meira en 2.500 ára sögu og hefur verið mikilvæg hafnarborg allt frá tímum Rómverja. Cartagena býður upp á einstaka blöndu af fornri arfleifð og nútímalegu borgarlífi. Þar má finna stórkostlegt rómverskt leikhús, söguslóðir, verslanir, veitingastaði og líflega höfn með skemmtiferðaskipum og kaffihúsum. Í Cartagena er ein stæðsta verlsunarmiðstöð Murcia héraðs, Espacio Mediterráneo en þar má finna allar vinsælustu verslanirnar eins og El Corte Ingles, Primark ofl. ofl. ásamt glæsilegu úrvali veitingastaða.

Að keyra til Cartagena frá Los Alcazares tekur ekki nema um 18 mínutur og er borgin því fullkominn áfangastaður fyrir dagstúra, verslunarferðir, menningarferðir eða einfaldlega til að njóta þess besta sem Murcia-héraðið hefur upp á að bjóða.

Phone Mail