Nýr fasi glæsilegra einbýla á einni hæð í bænum Benijofar.
Húsin sem eru samtals 13 talsins eru öll á einni hæð auk stórra þaksvala. Þau eru með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi, opnu eldhúsi og stofu með útgengi út í fallegan garð með einkasundlaug sem er 7m x 3.5m. Húsin sjálf eru um 120 m2 og garðurinn frá 420 m2.
Innifalið í verði er hiti í baðherbergisgólfum, rafmagnshlerar fyrir gluggum, fullbúin verönd og garður með gróðri og vökvunarkerfi, útisturta við sundlaug, sólarsellur, vatnshitari og er val um innréttinga td. á baðherbergjum og eldhúsi. Innan lóðar er að auki 25m2 bílastæði.
Verð frá 478.732 evrur + kostnaður.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Benijofar er fallegur bær um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca ströndinni við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í ca. 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Benijofar er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum og annarri þjónustu.