22 október 2018

Íslenskir fasteignaeigendur þurfa að skila inn skattskýrslu á hverju ári

Þeir sem eiga fasteign á Spáni, hvort heldur þeir sem eru skráðir einir fyrir eign eða með öðrum, þurfa að skila árlegu skattframtali til skattayfirvalda. Og þá vitaskuld áður en framtalsfrestur rennur út. Hvaða skatta og hversu mikið þarf að greiða miðast svo við það hvort viðkomandi telst hafa fasta búsetu á Spáni eða ekki. Non-residents (ekki með fasta búsetu á Spáni) Þetta eru þeir sem hugsanlega eiga fasteign á Spáni en búa og starfa utan Spánar, það er að segja skattlögheimili þeirra er ekki þar og þeir dveljast innan við 183 daga á ári hverju á Spáni. Non-residents, þeir sem skráðir eru fyrir fasteign á Spáni, greiða eftirfarandi skatta ár hvert: • IBI – fasteignagjöld sem fara til þess ráðhúss þar sem eignin er skráð og er innheimt af innheimtufyrirtækinu Suma • IRNR skattur – (non resident) – reiknaður tekjuskattur sem fer til spænskra skattayfirvalda (Hacienda) Fasteignaeigendur ættu ekki að leggja trúnað á sögusagnir sem eru á kreiki þess efnis að þeir þurfi ekki að greiða þessa skatta. Þeir sem eiga fasteign á Spáni án búsetu þurfa að greiða skatta. Þetta er þrátt fyrir að … • Eigendur komi sjaldan og dvelji einungis nokkra daga í eigninni eða jafnvel komi alls ekki • Eigandi hafi ekki fengið ítrekunarkröfu frá Hacienda. Hafi honum ekki borist slíkt bréf þýðir það að þeir vilja láta framkvæma rannsókn • Eigandi sért ekki að hafa neinar eiginlegar tekjur af eigninni og/eða hún standi auð • Eigandi tali hvorki né skilji spænsku Fasteignaeigendur munu fá reikning sendan fyrir IBI skattinum. Spurningin er; mun viðkomandi berast sá reikningur eða sjá hann? Það er ekki endilega víst. Ákaflega mikilvægt er að greiða þennan skatt. Yfirvöld geta gert fjárnám hvort heldur er á bankareikningum eða í eigninni sjálfri vegna vangoldinna IBI skatta. Í sambandi við IRNR skattinn er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekki er sendur reikningur til viðkomandi né send krafa frá spænskum skattayfirvöldum. Skattgreiðandi er er einfaldlega skyldugur til að reikna út skattinn og koma skattframtalinu og greiðslunni til skattayfirvalda. Þetta er á hans ábyrgð. Skattgreiðandinn getur tilnefnt umboðsmann til að sjá um að gera skattframtalið fyrir hans hönd og koma greiðslunni til skattayfirvalda. Við tökum að okkur að gera skattframtal fyrir íslenska fasteignaeigendur á Spáni. Þegar skatturinn hefur verið greiddur sendum við afrit af skattframtalinu rafrænt til viðkomandi aðila ásamt kvittun frá okkur. Við bjóðum upp á örugg vinnubrögð við gerð skattframtala gegn sanngjarnri þóknun. Ákaflega mikilvægt er að hafa þessa hluti á hreinu og ganga úr skugga um að allar skattalegar skyldur á Spáni séu uppfylltar til að koma í veg fyrir óvæntar og erfiðar uppákomur eftir á. Við veitum svör við spurningum um skattamál fyrir non-residents í gegnum [email protected]