Markaðsvirði eignar
Kr93.500.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Vönduð ný einbýli í hjarta Cabo Roig.
Mjög vönduð og falleg einbýlishús þar sem ekkert er sparað til. Eignirnar eru augnakonfekt þar sem hvert smáatriði er hugsað til enda. Húsin er vel skipulögð með þrjú eða fjögur sérlega rúmgóð svefnherbergi auk þriggja baðherbergja og gestasalernis, borðstofu sem er opin inní stóra stofu.
Eignin er 157fm á 500fm lóð með stórum svölum og enn stærri sólarverönd á þaki.
Hiti er í gólfum á baðherbergjum og innbyggt loftræstikerfi sem er miðstýrt úr tölvukerfi hússins. Hægt að fjarstýra rafkerfi hússins af internetinu eða með sérstöku forriti beint úr símanum.
Þessi einbýlishúsakjarni er enn í byggingu. Kjarninn er staðsettur á í hjarta Cabo Roig eða um 3 min göngufæri við aðalgötuna. Öll þjónusta sem þörf er á er í innan við fimm mínútna göngufæri.
Einstök eign fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að eignast stórglæsilegt einbýli á frábærum stað, byggingartími er ca 1.5 ár og því er hægt að velja og sérsníða húsið að óskum kaupandans.
Verð frá 669.000 - 689.000 evrur. Möguleiki er að hafa kjallara á sumum lóðum.