Aftur á yfirlitssíðu

Einbýli
Prenta Eign
Tilvísunarnúmer: 0328
€. 264.000

Vandað einbýli við Castalla

Kr39.900.000
Söluverð eignar er í evrum en umreiknast til viðmiðunar yfir í íslenskar krónur á skráðu gengi hvers dags.
Fermetrastærð 245 fm
Fjöldi svefnherbergja 6 svefnherbergi
Fjöldi baðherbergja 3 baðherbergi
31 km
26 km
15 km
54 km

Markaðsvirði eignar

Kr39.900.000

Prósentuupphæð:

Lánatímabil (ár)

Vextir

Niðurstöður:

Mánaðarlegar greiðslur:

Kr. 2.796.45

Lánsfjárhæð:

15.000.000

Eigið fé:

15.000.000

Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar

Kæling/kynding
Einkagarður/Verönd
Einkasundlaug
Sameiginleg sundlaug
Upphituð sundlaug
Lyfta í húsinu
Húsgögn fylgja
Lokaður kjarni
Svalir
Gólfhiti
Nýbygging
Bílskúr
Þak svalir
Sér inngangur
Geymsla
Sjávarútsýni
Lýsing:

Spánarheimili kynnir : Stórglæsilegt einbýlishús ca 240 fm í úthverfi Castalla sérhönnuðum fallegum garði og sundlaug.
Húsið hentar mjög vel fyrir tvær fjölskyldur.

Veglegt hús með 6 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum og eru 4 verandir þar sem má njóta veðurs og náttúru. Gólf er parketlagt, fyrir utan baðherbergin og eldhús þar sem er flísalagt.

Aðkoman að eigninni er til fyrirmyndar og hefur húsinu ávallt verið vel við haldið.

Gengið er inn í eignina frá stórri verönd inn að stofu, sem að er björt og opin og hefur að geyma fallegan arinn. Á neðri hæð er stórt svefnherbergi  með stórum innbyggðum fataskáp og  sérbaðherbergi. Einnig má finna tvö önnur herbergi með innbyggðum fataskápum á neðri hæðinni og baðherbergi með sturtu.
Geymsla undir stiga. Frá eldhúsi er útgengt á litla verönd með skápum fyrir þvottavél og þurrkara. Fallegur stigi með marmara liggur upp á efri hæðina.

Efri hæðin hefur að geyma stórt svefnherbergi með stórum innbyggðum fataskáp, baðherbergi og sér svalir.
Fallegur inngangur inn í  aðra stofu með tvöfaldri hurð með frönskum gluggum.
Einnig eru þar tvö svefnherbergi herbergi og er annað þeirra með útgegnt upp á stóra verönd á þaki með frábæru fjallaútsýni.

Garðurinn er glæsilegur og er að hluta til lagður með fallegum náttúrusteinum og með einkasundlaug sem er  8m x 4m og stóru bílastæði inn á lóð. Rekstrarkostnaður er í lágmarki þar sem það eru sólarsellur.
Íbúum stendur til boða að hafa einnig aðgang að stóru sameiginlegu sundlaugarsvæði í hverfinu. Í garði er geymsla og lítil geymsla undir húsinu sem eru báðar flísalagðar. Húsið er sérstaklega vel  einangrað.

Frábær staðsetning fyrir útivistafólk.
Flottar göngu og hjólreiðaleiðum.
Þjónusta í göngufæri barir, veitingastaður, snyrtistofa, þjónustufyrirtæki og lítil verslun fyrir helstu nauðsynjar.

Fasteignagjöld á ári um 850 evrur.
Valmöguleiki að kaupa aðgang í sameiginlegri sundlaug í hverfi.
Verð á sundlaugarkorti fyrir sumarið 4 persónur ca 120 evrur - 6 persónur ca 140 evrur.

Frá húsi eru:
3 min  keyrsla út á hraðbraut  A 7.
Castalla 5 mín.
Onil 7 mín
Ibi 10 mín
Alcoy 15
Alicante borg  20 min
Flugvöllur Alicante 25 min.
Baðstrendur 25 mín.
Maigmo fjall (stærsta friðaða náttúruperla Valenciu  héraðinu 15,842 ha)  5 mín.

Staðsetning eignar:
SKOÐUNARFERÐIR:
Spánarheimili býður upp á 7 daga skoðunarferðir til Spánar og er þá flug og gisting innifalin. Verð 119.900 kr.  Athugið að kostnaður við skoðunarferð fyrir allt að tvo einstaklinga er endurgreiddur ef að kaupum verður. Spánarheimili bókar flugið og sendir viðskiptavininum nokkra valmöguleika með gistingu.


    FJÁRMÖGNUN OG KOSTNAÐUR VIÐ KAUP

    10% IVA (spænskur söluskattur) leggst ofan á kaupverð fasteignar og þarf kaupandinn ávalt að gera ráð fyrir þeim kostnaði svo og um 3-6% í áætlaðan stimpil-, þinglýsingar- og umsýslukostnað til opinberra yfirvalda. Þessir skattar og opinberu gjöld eru ávalt greidd hjá Notaria á Spáni þegar gengið er frá afsali.

    Spænskir bankar bjóða upp á allt að 70% fasteignaveðlán með 2,5 til 4,5% óverðtryggða vexti og ef kaupandi fjármagnar kaupin með lántöku verður hann að gera ráð fyrir lánstökukostnaði auk stimpil- og umsýslukostnaði vegna lánsins.