Markaðsvirði eignar
Kr45.800.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Glæsilegar villur í Benijófar sem er snyrtilegur og rólegur bær rétt við Quesada og Dona Pepa. Aðeins eru um 15 mínútur að keyra í Torrevieja. Þar er meðal annars að finna frábæra strandlegnju sem er þekkt fyrir marga og fjölbreytta veitingastaði. Í Torrevieja er einnig að finna verslunarmiðstöðina Habaneras.
Þetta munu verða 15 villur og verða þær tilbúnar til afhendingar í Ágúst 2023. Hver eign er byggð á tveimur hæðum og er með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi en einnig er hægt að bæta við svefnherbergi. Fyrir framan hverja eign er flott verönd þar sem er einkasundlaug og frábært útisvæði sem er tilvalið til þess að njóta sólarinnar allan ársins hring. Á jarðhæð er forstofa sem leiðir inn í eldhús og frá eldhúsi er opið til stofu og borðstofu. Frá stofunni er gengið út á veröndina. Á jarðhæðinni eru líka tvö svefnherbergi og 2 baðherbergi. Annað svefnherbergi er líka master svíta og er því með einkabaðherbergi. Á annarri hæð er þriðja svefnherbergið sem er líka master svíta og er með baðherbergi. Frá svefnherberginu er gengið út á stórar 40 m2 þaksvalir.
Innifalið í verði er loftkæling, einkasundlaug og öll raftæki í eldhús.
Aðeins er EIN eign eftir í þessum kjarna.
Tilbúin til afhendigar í ágúst 2023
Verð er frá 305.000€.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is