Markaðsvirði eignar
Kr45.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Nýjar tveggja svefnherbergja þakíbúðir á glæsilegu svæði Las Colinas Golf. Þessar lúxus íbúðir eru staðsettar á einu af hæstu svæðum á Las Colinas Golf, og njóta fallegs útsýnis yfir skóginn og hafið og einnig niður dalinn þar sem þessi framúrskarandi golfvöllur liggur.
Þessi 2ja svefnherbergja íbúð er með 21fm svalir og 40fm þaksvalir. Með öllum eignum fylgir bílastæði og geymsla, með beinum aðgangi frá lyftu.
Falleg náttúra einkennir Las Colinas Golf & Country, algjör paradís. Umvafið appelsínutrjám, furuskógum og öðrum miðjarðarhafsgróðri ástamt glæsilegum golfvelli. 18 holu völlur sem hefur hlotið verðlaunin "Besti golfvöllur Spánar" síðustu ár. Gönguleiðir og aðstaða til íþróttaiðkana eru á svæðinu sem er í einungis 10 mínútna akstursfjarlægð frá hinni vinsælu verslunamiðstöð, Zenia Boulevard og strendum Orihuela Costa. Lúxus hverfi sem er girt af og vaktað, tilvalið fyrir þá sem vilja frið og ró og fallega náttúru.