Markaðsvirði eignar
Kr62.000.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Nýjar þriggja svefnherbergja þakíbúðir á glæsilegu svæði Las Colinas Golf. Dalurinn þar sem íbúðirnar eru staðsettar er 330 hektarar, umkringdur hæðum og snýr að sjónum en niður dalinn liggur þessi framúrskarandi golfvöllur.
Lítill þéttleiki einkennir byggð í Las Colinas og virðing er þannig borin fyrir umhverfinu og náttúrunni. Tilvalinn staður fyrir ró og næði með 200.000 m² af náttúrulegu svæði, ásamt aðgangi að strandklúbbi við ströndina í Campoamor, sem eingöngu er ætlaður íbúum við golfvöllinn. Þessar lúxus íbúðir eru staðsettar á einu af hæstu svæðum við Las Colinas Golf og njóta fallegs útsýnis yfir skóginn og hafið. Allar eignir snúa í suður og hafa stóra verönd(21-30fm2). Í boði eru mismunandi tegundir af 2ja og 3ja svefnherbergja íbúðum; miðhæðir, þakíbúðir með þakverönd og jarðhæðareignir með stórri verönd og garði. Öllum eignum fylgir bílastæði og geymsla með beinum aðgangi frá lyftu.
Íbúðirnar eru í um 50 mín akstri frá Alicante flugvelli.