Markaðsvirði eignar
Kr28.600.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Eignir við La Finca golfvöllinn sem er gróðursæll staður á fallegu svæði þar sem meðal annars er 5 stjörnu SPA hótel og verslunarkjarni. Frábært útsýni er yfir dalinn og aðeins 10-15 mínútur að ströndum Guardamar og Torrevieja.
Tilvalinn staður fyrir þá sem vilja dvelja langdvölum á Spáni, rólegheit en allt til alls skammt undan. Niður í þorpið Algorfa er góð göngu/hjólaleið gegnum appelsínuakrana.
Í boði eru rúmgóð raðhúsum með 3 svefnherbergjum, 31fm svalir, 38 fm einkasólarþak og garður sem er 64fm að stærð auk þess er í kjarnanum íbúðir á jarðhæð með garði og íbúðir á efri hæð með einkaþaksvölum. Sameiginleg sundlaug og útisvæði er í kjarnanum.
Fyrir golfarann þá er þetta draumastaðsetning en örstutt er á nokkra af helstu golfvöllum á svæðinu en þar á meðal eru vellirnir : Las Colinas, Villamartin, Campoamor og Las ramblas.
Bílastæði á lóð fylgir hverri íbúð og sameiginleg sundlaug í garðinum.