Markaðsvirði eignar
Kr21.500.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Fallegt og vandað raðhús í Dehesa de Campoamor, rétt við Campoamor golfvöllinn. Rúmgóð og björt eign á 2 hæðum plús sólarþak, sem samanstendur af 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Á aðalhæðinni er eldhús og inn af því er lítið þvottarhús/búr, borðstofa og stofa og eitt baðherbergi. Fín úti aðstaða að framan og aftanverðu. Á efri hæð eru síðan 2 rúmgóð svefnherbergi og eitt baðherbergi, útfrá hjónaherberginu eru svalir og þaðan er gengið upp á sólarþakið (solarium)
Þessi eign er staðsett á fallegu svæði sem er vaktað 24/7, umkringt náttúrulegum gróðri, golfvelli og einnig eru hotel og veitingastaðir á svæðinu. Stutt í alla þjónustu, Mercadona matvörubúðin og La Fuente kjarninn eru skammt frá eðaum 10 mín ganga. Ásett verð er 145 þúsund evrur sem þykir heldur betur flott verð fyrir þessa flottu eign sem er eins og áður hefur komið fram á frábærum stað.
Þetta er eign sem við getum hiklaust mælt með fyrir golfarann og eða hvern sem er.
Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 5585858