Markaðsvirði eignar
Kr30.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Nýr parhúsakjarni í Villamartín, aðeins 2 km frá golfvellinum og verslunarkjarna, með fjölbreyttu úrvali verslana og tómstundaaðstöðu en fjórir helstu golfvellir á svæðinu eru þar í innan við 10 mín akstri Villamartin, Las Ramblas , Campoamor og Las Colinas. Aðeins 10 mínútum frá ströndum Orihuela Costa og öll nauðsynleg þjónusta í næsta nágrenni, svo sem matvöruverslanir, apótek, bankar veitingastaðir og fleira. Tilvalinn staður til að búa allt árið og í aðeins 5 mínútna akstursfjarlægð frá Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni.
Hægt er á byggingartímanum að velja um að hafa 2 eða 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi en í þriggja herbergja eignum þá er þriðja herberginu komið fyrir á neðri hæð eignar en þær eru byggðar á tveimur hæðum auk þakverandar. Á jarðhæð er björt stofa/borðstofa, nútímalegt eldhús, baðherbergi og (svefnherbergi). Á annarri hæð eru tvö stór svefnherbergi, bæði með baðherbergi og útgangi á verönd. Garður fylgir húsunum með 4x3fm einkasundlaug og bílastæði, einnig er sameiginleg sundaug fyrir kjarnann. Húsin eru klár fyrir uppsetningu á loftkælingu og gólfhiti er á baðherbergjum.