Markaðsvirði eignar
Kr21.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Nýuppgert raðhús með fallegu skipulagi og aðlaðandi staðsetningu í miðbæ Torrevieja. Hér býrðu nálægt fallegum ströndum, veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum. Raðhúsið er um 90 fm og er með þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, stofu og eldhúsi sem er að hluta til í opnu plani. Stofan er rúmgóð þar sem er pláss fyrir bæði setusvæði og borðkrók ef þess er óskað. Aðskilið eldhús með góðu geymslurými. Við inngangin er eitt svefnherbergi, úr þessu herbergi eru rennihurðir sem opnast út á minni verönd og baðherbergi. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Hjónaherbergið er með aðgang að einkasvalir og hitt svefnherbergið er með frönskum svölum. Á þessari hæð er einnig sameiginlegt baðherbergi. Í stuttu máli: Þetta er heimilislegt og nútímalegt húsnæði sem hentar þeim sem vilja búa við rólega götu en í nálægð við púls borgarinnar og fallegar strendur.