Markaðsvirði eignar
Kr66.600.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Nýuupgert glæsieinbýli á einni hæð í La Torreta hverfinu í Torrevieja. Staðsett í fremstu línu við bleiku saltvötnin þar sem er frábært útsýni allan ársins hring. Stutt er að keyra í stóru verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard og einnig er stutt í miðbæ Torrevieja þar sem er að finna flotta strandlengju með mörgum og skemmtilegum veitingastöðum og skemmtistöðum.
Þetta einbýli er byggt á 850 m2 lóð og er allt á einni hæð. Eignin sjálf er 150 m2 og er með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Á lóðinni er frábært útisvæði með stórri verönd, einkasundlaug, grill svæði og 2 yfirbyggð bílastæði. Einnig eru risa þaksvalir þar sem hægt er að njóta sólarinnar allan ársins hring.
Eldhúsið er nútímalegt og er opið til stofu og borðstofu, rýmið er opið og rúmgott og frá stofu er gengið út á veröndina. Svefnherbergin eru snyrtileg og það er ein master svíta sem er með stærðar fataherbergi og ótrúlegu einkabaðherbergi.