Markaðsvirði eignar
Kr22.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
SPÁNARHEIMILI KYNNIR;
Nýleg neðri sérhæð í skemmtilegum lokuðum kjarna í La Florida hverfinu í Orihuela á Costa Blanca.
Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum, 2 baðherbergi, gott eldhús og þvottahús. Öryggiskerfi og loftkæling. Íbúðin selst með húsgögnum og rafmagnstækjum, s.s. sjónvarpi og uppþvottavél. Svefnpláss er fyrir 6 einstaklinga í íbúðinni.
Bæði er verönd fyrir framan og aftan og því hægt að ná sólinni allan daginn. Íbúðin er í lokuðum kjarna þar sem finna má sameiginlega sundlaug og leiksvæði fyrir börn og fullorðna. Sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni.
Frábær staðsetning
Íbúðin er í göngufjarlægð frá þjónustukjörnum og í örstuttri akstursfjarlægð frá fjölbreyttum verslunum, veitingastöðum og afþreyingu.
Um 7 mín. akstur er á ströndina og 5 mín. akstur er í La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina. Þá er örstutt er í iðandi mannlíf götumarkaði, vatnsrennibrautagarð og skemmtigarða.
Draumaíbúð golfarans
Orihuela hefur verið kölluð paradís golfarans en þar má nálgast þrjá fyrsta flokks golfvelli; Villa Martin Golf, Las Ramblas og Campoamor Golf.
Orihuela er rólegur og hreinlátur bær suður af Torrevieja. Nokkrar fallegar strendur eru steinsnar frá íbúðinni.
Costa Blanca svæðið býr að áhugaverðum og sögufrægum áfangastöðum, fallegri náttúru og besta veðurfari í allri Evrópu.