Markaðsvirði eignar
Kr64.000.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Nýr kjarni í framkvæmdum í Los Alcázares nálægt hafinu. Los Alcázares er notalegur og flottur spænskur bær sem býður upp á ýmis konar þjónustu, flotta veitingastaði og góðar strendur. Það eru tveir flottir golfvellir í bænum, La Serena golf og Roda golf.
Espacio mediterraneo er stór verslunarmiðstöð 20 mínútum frá Los Alcázares eða rétt fyrir utan Cartagena, þar sem allt er að finna frá veitingastöðum, fatabúðum, matvörubúðum, húsgagnaverslunum o.s.frv.
Um er að ræða 3 villur sem eru hannaðar í hæstu gæðum.
Villa Torre Corner - situr á 261 m2 lóð og er með flottan garð með einkasundlaug og þaksvölum með útieldhúsi. Hver villa fær sitt eigið bílastæði í bílakjallara.
Húsið sjálft er 110 m2 með eitt svefnherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu og eldhús á jarðhæðinni, tvö önnur svefnherbergi og tvö baðherbergi á annarri hæð. Það er aðgengi út á svalir frá báðum herbergjunum á annarri hæð með stiga upp á 63 m2 þaksvalirnar.
Það kemur 212 m2 kjallari með þessarri eign í sameiginlegum bílakjallara með einkabílastæði og geymslu.
Það er annað hvort útsýni yfir golfvöllinn La Serena Golf eða sjávarútsýni yfir Mar Menor.
Tilbúin til afhendigu í júlí 2022.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is