Markaðsvirði eignar
Kr32.800.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Nýjar íbúðir við strönd Punta Prima
Einstaklega góð staðsetning á rúmgóðum og vel hönnuðum íbúðum við ströndina í Punta Prima með mikið og stórt grænt svæði á lóðinni með útsýni beint út á sjó. Um er að ræða 5 hæða fjölbýli á besta stað við ströndina í Punta Prima í lokuðum kjarna með tveimur sameiginlegum sundlaugum.
Hverri eign fylgir bílastæði í bílgeymslu og geymsla í kjallara. Í eldhúsinu fylgir háfur, eldavél og ofn. Hiti er í gólfum á baðherbergjum, tvöfallt gler og innbyggt loftræstikerfi.
Notast er við nýjustu aðferðir og tækni í bæði ytri og innri einangrun sem þýðir að minni hitabreyting á sér stað í þessum íbúðum en þeim eldri auk þess sem næði er meira á milli íbúða.
Virkilega áhugaverður kostur sem vert er að skoða.
Verð frá 235.000€.