Markaðsvirði eignar
Kr24.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Nýjar glæsilegar lúxusíbúðir í Los Balcones sem er hluti af Torreviejasvæðinu og aðeins um 10 mín keyrsla í miðbæ Torrevieja. Hverfið hefur byggst upp á undanförnum 15 árum en einkenni hverfisins er nálægð við Torrevieja og sumarhúsahverfin auk þess sem spítalinn er í innan við 5 mín keyrslu. Gott aðgengi er að allri þjónustu sem er við hendina. Einnig er stutt í golfvelli og innan við 10 min akstur á ströndina.
Íbúðirnar eru staðsettar í frábærum aflokuðum íbúðakjarna þar sem í miðju kjarnans eru sameiginlegar sundlaugar og glæsilegur sameignargarður.
Í boði er að kaupa bílastæði og geymslu í kjallara.
Íbúðirnar eru mjög vel skipulagðar en einkenni íbúðanna er frábær hönnun og er vel vandað til verka og hugsað fyrir öllum smáatriðum. Byggingaraðilinn er mjög virtur og hefur hefur byggt mikið af íbúðum, einbýlishúsum og raðhúsum á svæðinu síðustu ár.
Verð er frá 174.500 - 179.500 evrum.