Markaðsvirði eignar
Kr24.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Glæsilegur íbúðakjarni í San Juan de Alicante með öllu sem mögulega þarf. Aðeins eru 700m að labba á ströndina og er stutt í flest alla þjónustu og veitingastaði.
Í sameiginlega garðinum er stór sundlaug ásamt barnalaug sem eigendur hafa aðgang að, tennis völlur, leiksvæði fyrir börn og SAUNA. Einnig er gym, social svæði og chill svæði.
Í kjarnanum verða alls 210 íbúðir og hægt er að fá 1, 2, 3 og 4 svefnherbergja íbúðir. Hver íbúð er með flott og snyrtilegt eldhús opið til stofu og borðstofu og frá stofu er gengið út á svalir sem hafa útsýni yfir garðinn.
Íbúðir með 1 svefnherbergi eru með 1 baðherbergi og byrja frá 65m2 stærð.
Innifalið í verði er bílastæði og geymsla.
Verð frá 178.000€.