Markaðsvirði eignar
Kr21.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir.
Mjög góð 2 svefnherbergja íbúð á jarðhæð í lokuðum kjarna ca. 300 metrum frá ströndinni í La Mata.
Gengið er inn í opið rými en þar á móti er eldhús. Á vinstri hönd eru svo tvö svefnherbergi og baðherbergi á milli herbergja. Skápar í báðum herbergjum. Eldhús fullbúið með tækjum. Aircon (heitt og kalt) í alrými og viftur í svefnherbergjum.
Fyrir framan eignina er góð aflokuð verönd með útsýni yfir sameiginlega sundlaugasvæðið sem nýlega er búið að endurnýja.
Innbú fylgir með ásamt bílastæði í bílakjallara.
Um svæðið.
Staðsetningin er einfaldlega frábær, íbúðin er mjög stutt frá ströndinni og umkringd allri þjónustu. Rétt við íbúðarkjarnann er flott úrval af frábærum veitingastöðum, kaffihúsum og börum. La Mata ströndin er talin ein sú besta á Costa Blanca. Að auki er hið fræga saltlón La Mata örstutt frá.