Markaðsvirði eignar
Kr31.800.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Fasi II, glæsilegar íbúðir í 4. hæða kjarna í Los Alcázares.
Íbúðirnar eru 2 eða 3 svefnherbergja ásamt tveimur baðherbergjum. Stærð íbúða er frá 76 fm upp í 90 fm og eru svalir frá 16 fm til 20 fm. Að auki eru í boði 2 svefnherbergja penthouse íbúðir með 88 fm þaksvölum.
Öllum íbúðum fylgir stæði í lokaðri bílageymslu.
Verð frá 219.000€ til 295.000€ og er áætluð afhending í lok árs 2024.
Los Alcázares sem er bær 20 mínútum frá La Zenia svæðinu eða lengra suður í átt að Cartagena borg. Los Alcázares er notalegur og flottur spænskur bær sem býður upp á ýmis konar þjónustu, flotta veitingastaði og góðar strendur. Roda Golf er glæsilegur gólfvöllur sem er staðsettur við hliðina á þessum flotta kjarna.
Espacio mediterraneo er stór verslunarmiðstöð 20 mínútum frá Los Alcázares eða rétt fyrir utan Cartagena, þar sem allt er að finna frá veitingastöðum, fatabúðum, matvörubúðum, húsgagnaverslunum o.s.frv.