Markaðsvirði eignar
Kr43.800.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Frábært fjarkahús á góðum stað í Villamartin. Stutt er í flesta þjónustu og aðeins eru nokkrar mínútur að labba á næstu veitingastaði. Einnig er stutt í stóru verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard þar sem er að finna margar og fjölbreyttar verslanir.
Þessi eign er byggð á þremur hæðum og er með flotta verönd að framan. Á jarðhæð er 1 svefnherbergi og 1 baðherbergi ásamt eldhúsi sem er opið til stofu og borðstofu. Í húsinu er kjallari þar sem eru 2 svefnherbergi og baðherbergi. Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi þar sem annað þeirra er master svíta og er því með einkabaðherbergi.
Með eigninni fylgir með geymsla í kjallara, öll húsgögn og raftæki í eldhús. Það er loftkæling í gegnum húsið. Eignin er vel við haldin, nýmáluð að utan og innan.
Þessi eign snýr í suður og á annarri hæð eru svalir þar sem er hægt að njóta sólarinnar allan ársins hring.