Markaðsvirði eignar
Kr34.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Flott íbúð á annarri hæð í nýlegri byggingu sem var byggð árið 2018 og kemur með lyftu. Íbúðin er með leyfi til útleigu og er hún staðsett á mjög leiguvænlegri staðsetningu þar sem öll þjónusta og veitingastaðir eru í göngufæri og vinsæla verslunarmiðstöðin Zenia Boulevard og næstu strendur á Orihuela Costa svæðinu eru ekki langt frá.
Um er að ræða 93 m2 íbúð á annarri hæð og er með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum ásamt rúmgóðri setu/borðstofu og nútímalegu eldhúsi sem er opið til stofu. Frá stofunni er aðgengi út á stórar svalir þar sem þú hefur útsýni yfir garðin.
Bæði svefnherbergin eru með innbyggðum fataskápum og er hjónaherbergið einnig með einkabaðherbergi.
Með kjarnanum kemur sameiginlegur garður með inni og útisundlaugum, spa, líkamsrækt og nóg af opnum svæðum til að njóta.
Íbúðin kemur einnig með einkabílastæði og einka geymslu í bílakjallara sem fylgir kjarnanum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is