Markaðsvirði eignar
Kr43.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Flott spænsk villa staðsett á fallegum og rólegum stað við Villamartin golfvöllinn og stutt frá allri þjónustu og veitingastöðum. Villamartin Plaza er nokkrum mínútum frá og þar má finna fjölbreytta veitingastaði og bari. Einnig er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin í 5 mínútna akstursfjarlægð frá.
Um er að ræða flott 150 m2 einbýli með þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum.
Þegar gengið er inn í eignina þá má finna notalega stofu/borðstofu með arinn og til hægri má finna eldhús sem er opið til stofu. Einnig má finna eitt baðherbergi og geymslu á þessari hæð.
Frá stofunni er aðgengi út á svalir með frábæru útsýni yfir Villamartin golfvöllinn og frá svölunum er aðgengi upp á þaksvalirnar með enn betra útsýni.
Við hliðina á eldhúsinu er sitigi niður á næstu hæð og þar má finna þvottahús og svefnherbergin þrjú, eitt þeirra er hjónaherbergið með einkabaðherbergi og fataherbergi.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is