Markaðsvirði eignar
Kr59.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Fallegt einbýlishús sem byggt var árið 2003, sem hefur mikla möguleika. Gengið er inní forstofu á aðalhæðini, og á vinstri hönd er gangur þar sem er 1 sameiginlegt gesta baðherbergi og eitt svefnherbergi. Á sama gangi er möguleiki á sér íbúð þar sem að allt er til staðar til þess. Stofa, eldhús og svefnherbergi með en-suite. Útfrá stofunni er verönd með útsýni yfir garðinn. Á sömu hæð er stór og fín stofa með ar-inn, sér borðstofa og innaf henni er lítil "vín" geymsla. Rúmgott eldhús og innaf eldhúsinu er hurð sem leiðir inn í bílskúr. Á efri hæðinni eru 2 önnur svefnherbergi, 1 baðherbergi og herbergi sem hægt er að nýta sem fataherbergi/skrifstofu rými. Útfrá stærra svefnherberginu er gengið út á svalir, sem leiða einnig uppá stóra sólarþakið, þar sem er magnað 360° útsýni yfir fjöll, íbúðahverfi og saltvötn. Hringinn í kringum húsið er stór garður. Yfirbyggð verönd sem snýr að, aðal úti svæðinu þar sem að sundlaugin er. Yfirbyggt úti eldhús og einnig aðstaða til þess að sitja í skugga á 2 stöðum. Lúxus aukahlutir: 10 sólarsellur og ofnakerfi í eigninni. Eign á besta stað í Ciudad Quesada, staðsett inní lokuðum botnlanga. Aðeins 2 mínútna ganga að vinsælu göngugötunni, þar sem má finna ótlejandi veitingahús og hinar ýmsu þjónustur.