Markaðsvirði eignar
Kr41.800.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Erandi Resort er nýr íbúðarkjarni á frábærum stað í Alicante borg. Kjarninn er 5. hæðir með bílakjallara og geymslum og sameiginlegri sundlaug og úti "chill svæði" á efstu hæð. Um 60 íbúðir er að ræða í öllum kjarnanum. Í boði eru 2-4 svefnherbergja eignir, 2. baðherbergja með opnu eldhúsi sem sameinast borðstofunni og svalir. Verðið frá 265.000 evrur til 319.000 evrur.
Það er ekki oft sem við fáum nýbyggingar á þessu svæði og því má búast við mikilli eftirspurn eftir þessum eignum.
Um svæðið.
Alicante er dásamleg og lífleg borg allt árið um kring. Flest er í göngufæri og ekki skemmir fyrir hægt er að skreppa á ströndina ef þannig liggur á manni. Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Þaðan er akstursfjarlægð til Valencia um 90 mínútur og um fimm klst. til Barcelona. Strandlengjan við borgina er yfir 7 km löng og fjölbreyttir skemmtigarðar og aðstæður til íþróttaiðkunar eru á hverju strái. Einnig er hægt að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Mikil matar- og vínmenning er Í Alicante sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða á svæðinu. Alicante er mikil háskólaborg og því mikið af ungu fólki sem býr þar við leik og starf.