Markaðsvirði eignar
Kr47.800.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Endaparhús í Doña Pepa (Pueblo Bravo) á þremur hæðum með 3 svefnherbergjum og þremur baðherbergjum.
Húsið sem er í litlum sameiginlegum kjarna (12 eignir) er ca. 142 m2 og lóðin er um 113 m2. Einkabílastæði innan lóðar.
Falleg verönd út frá jarðhæð út í sameiginlegan sundlaugagarð. Þaksvalir með útieldhúsi og sturtu og útsýni yfir saltvötnin.
Gengið inn á fyrstu hæðina þar sem komið er inní ca. 80 fm opið rými. Stofa, borðstofa, eldhús og salerni. Á fyrstu hæð er gengið niður í stóran kjallara sem er skipt í tvö rými, annarsvegar opið frístundarrými og svo lokað rými sem er nýtt sem svefnherbergi með einkabaðherbergi (en-suit). Opnanlegir gluggar eru í kjallara.
Frá jarðhæð er svo líka gengið upp stiga á 2. hæð þar sem eru tvö svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. Frá báðum svefnherbergjum er útgengi út á svalir. Frá hjónaherbergi er svo gengið út á svalir og upp á þakverönd.
Þvottavél og hitatúpa eru svo í sérrými úti.
Um er að ræða flotta og vandaða eign á frábærum stað. Húsið sem er byggt 2017 hefur fengið mjög gott viðhald.
Í kringum hverfið er mikið af veitingarstöðum, glæsileg verslunargata með flottum verslunum og veitingarhúsum ásamt ýmsu öðru t.d. afþreyingu af öllu tagi.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is