Markaðsvirði eignar
Kr311.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Framúrskarandi einstaka lúxusvillu á Las Colinas. Sem býður uppá einstaka hönnun, í brekku er þessi lúxusvilla byggð á 2.200fm lóð, útlínuð frá landi sem gerir þetta svo sérstakt á mismunandi hátt og hæðum, hálf falið og umvafið náttúrulegu umhverfi. Með 4 svefnherbergjum og 4+1 baðherbergjum. Samanlagt byggingarsvæði um 400fm og verandir 180fm. 2 innkeyrslur ein út frá bílakjallara og önnur sem tekur þig inn að aðalhæðinni. Á aðalhæðinni er opið eldhús, borðstofa og stofa, herbergi og gestasalerni. Hjónasvíta með eigin baðherbergi og einnig stór og rúmgóð verönd umhverfis húsið með aðgengi út frá mismunandi stöðum og stórglæsileg infinity sundlaug með útsýni beint yfir golfvöllinn. Á fyrstu hæð er önnur hjónasvíta með eigin baðherbergi, tvö svefnherbergi, eitt baðherbergi og önnur falleg verönd. Á efstu hæð má svo finna stóran útsýnispall/þakverönd, með alveg frábæru útsýni yfir golfvöllinn tilvalið til afslöppunar. Bílskúr og geymsla í kjallaranum. Einnig er lyfta sem fer á milli allra hæða. Verð 2.075.000€.