Markaðsvirði eignar
Kr115.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Einstök lúxus villa í sveit hjá Daya Vieja.
Þessi glæsilega eign situr á 6.000 m2 lóð og hefur stóra og fallega verönd í kringum húsið með upphitaðri sundlaug, útisturtu, flottu grillsvæði og flottum garð. Eignin er aðgengileg í gegnum stórt rafmagnshlið með flottri innkeyrslu með gosbrunni og bílskúr með geymslurými og þvottahúsi.
Húsið sjálft er 230 m2 með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, nýuppgerðu eldhúsi og glæsilegri stofu. Frá hjónaherberginu er stigi upp á þaksvalirnar þar sem hægt er að njóta sólarinnar.
Það er gestahús á lóðinni og þar má finna eitt svefnherbergi, eitt baðherbergi, stofu og eldhús.
Það eru sólarrafhlöður á þakinu sem gerir orkunýtinguna í húsinu alveg sjálfbæra með sólarorku. Veröndin er öll upplýst á kvöldin með flottum útilýsingum.