Markaðsvirði eignar
Kr39.000.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Spennandi kjarni í byggingu í Villamartin. Þetta munu verða 9 blokkir samtals og íbúðir verða tilbúnar til afhendingu í mars og október 2023. Stutt er í flesta þjónustu og aðeins nokkrar mínútur í matvörubúð og á næstu veitingastaði. Einnig eru aðeins um 8 mínútur í stóru verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard.
Hver íbúð er með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi ásamt glæsilegu eldhúsi sem er opið til stofu og borðstofu. Frá stofu er gengið út á svalir og þar er aðgengi upp á 60-80 m2 þaksvalir sem eru með útsýni yfir sameiginlegan garðinn.
Bæði svefnherbergin eru með innbyggða fataskápa og annað herbergið er svíta og er því með einkabaðherbergi.
Það er sameiginleg sundlaug sem eigendur hafa aðgang að í miðju kjarnanas og það fylgir með stæði í bílakjallara og geymsla inn af stæði. Það er einnig Spa aðstaða, líkamsrækt, barnaleiksvæði, heilsulind með nuddpottum og margt fleira.
Verð 279.000€
Aðeins er EIN þakíbúð eftir í þessum kjarna.
Kynningartilboð til 30.ágúst 2022
Þeir sem festa sér draumaeignina með 10.000€ staðfestingargjaldi fá allt innifalið: aircon, lýsingarpakka, húsgagnapakka, rafmagnstæki (ísskápur, þvottavél, sjónvarp osfv.), eldhúsbúnaður, bílastæði og geymslupláss.
Tilbúið til afhendigar í október 2023
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is