Markaðsvirði eignar
Kr51.100.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Flott og vandað einbýlishús á tveimur hæðum með þaksvölum í hinum skemmtilega bæ, Benijófar.
Í göngufæri er stutt í alla helstu þjónustu, veitingastaði, matvörubúðir o.s.f.v.
Ciudad Quesada er næsti bær við og er hann í aðeins 5 mínutna akstursfjarlægð.
Einnig er Habaneras verslunarmiðstöðin, Guardamar ströndin og Aquapark í Rojales í 10 mínútna akstursfjarlægð frá.
Einbýlishúsið situr á 174 m2 lóð og er aðgengi fyrir bíl í gegnum rafmagnshlið. Flott útisvæði, einkasundlaug og útisturta er á veröndinni.
Húsið var byggt árið 2019 og er 116 m2 með 3. svefnherbergjum, 2. baðherbergjum og einu gestaklósetti.Vandað nútímalegt eldhús sem er opið inn í stofu og frá stofunni er aðgengi út á veröndina. Á efri hæðinni eru svalir með þvottaherbergi og á þaksvölunum er geymsla. Virkilega góð eign á frábærum stað !
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is