Markaðsvirði eignar
Kr66.500.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Villa á útsýnisstað við La Marquesa golfvöllinn.
Um er að ræða einstaka eign í afar eftirsóttu hverfi beint fyrir ofan La Marquesa golfvöllinn í Ciudad Quesada. Eignin stendur á rúmlega 740 m2 lóð. Húsið sjálft er um 215 m2 fyrir utan kjallara.
Gengið er inn í stóra og bjarta setustofu með arni. Út frá setustofu er svo aðgengi að öllum herbergjum, baðherbergjum, borðstofu og eldhúsi ásamt stiga upp í turn herbergi og svalir. Í húsinu eru 3 svefnherbergi + turnherbergi og tvö baðherbergi. Úr eldhúsi er útgengt á suður verönd. Inn af setustofu er borðstofa en hægt er að ganga kringum eldhúsið.
Inn af eldhúsi er bæði sér þvottahús með glugga og svo sér búr.
Gott skápapláss er í öllum svefnherbergjum. Bæði baðherbergi eru með tvöföldum vaski og baðkari.
Í turnherbergi er svo aðgengi út á stórar svalir.
Undir stórum hluta eignar er svo kjallari sem gengið er inní að utan (sérinngangur) þar sem hægt væri að útbúa tómstundarherbergi, æfingaaðstöðu eða leikrými allt eftir hugmyndaflugi nýrra eiganda.
Útisvæðið, sundlaugin og útsýnið er svo kirsuberið á kökunni. Óhindrað útsýni yfir La Marguesa golfvöllinn ásamt fjallasýn í norður. Sundlaugin er nýrnalaga og er ca. 12m x 6m að stærð. Einnig er útisturta við sundlaug. Á sundlaugarsvæði er svo yfirbyggt slökunarsvæði.
Á yfirbyggðu bílastæði innan lóðar er svo pláss fyrir tvo bíla.
Lóðin er viðhaldslítil þar sem stór hluti hennar er nýttur í sundlaugarsvæði en þú finnur að auki Kumquat tré, pálmatré og aðrar plöntur.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is