Markaðsvirði eignar
Kr33.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Nýr íbúðakjarni, á góðum stað í miðborg Torrevieja. Öll nauðsynleg dagleg þjónusta, eins og matvöruverslanir, barir og veitingastaðir, strætóstöð og fleira, er í göngufæri, sem gerir staðsetninguna tilvalda fyrir þá sem kjósa að vera ekki á bíl. Strandgatan og ýmsar tómstundir eru í boði í Torrevieja og íbúðirnar tilvaldar til fjárfestingar.
Kjarninn samanstendur af íbúðum með 2-3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Opin stofa, borðstofa og eldhús eru í íbúðunum, með aðgangi að veröndinni. Sjávarútsýni er í boði í einhverjum eignum, allt eftir áttum. Íbúðir á efri hæð eru með einka þaksvölum en íbúðir á neðri hæð með einkagarði.
Allar íbúðir hafa gólfhita á baðherbergjum. Falleg sameiginleg sundlaug í miðjunni sem og leiktæki fyrir börn.