Markaðsvirði eignar
Kr16.500.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Efri sérhæð með mikla möguleika í Gran Alacant. Staðsett stutt frá ströndinni og aðeins nokkrar mínútur í flest alla þjónustu.
Um er að ræða eign sem var byggð árið 2003 í lokuðum kjarna. Þar er meðal annars að finna sameiginlega sundlaug sem eigendur hafa aðgang að.
Á neðri hæðinni er gengið inn og þar fyrir framan er einkaverönd. Opið er frá eldhúsi til stofu og borðstofu og frá stofu er gengið út á svalir þar sem er meðal annars útsýni til sjávar. Bæði herbergin eru með innbyggða fataskápa.
Virkilega frábær eign með mikla möguleika til þess að gera upp og leigja eða njóta allan ársins hring.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is