Markaðsvirði eignar
Kr31.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Flottar íbúðir í nýju fjölbýlishúsi aðeins 100 metrum frá ströndinni í Guardamar del Segura. Kjarninn samanstendur af 44 íbúðum á 5 hæðum og á þakinu er flott sameiginlegt útisvæði þar sem þú hefur aðgengi að sameiginlegri sundlaug.
Íbúðir sem eru hannaðar í hágæða og nútímalegum stíl og eru með eldhúsi sem er opið til stofu og frá stofu er aðgengi út á svalirnar. Hægt er að fá íbúðir með 1, 2 eða 3 svefnherbergjum og 1 eða 2 baðherbergjum. Stærðir á þessum íbúðum er allt frá 58m² - 150m² og hægt er að fá geymslu og bílastæði í bílakjallara aukalega.
Verð frá 210.000€ til 374.000€
Um svæðið:
Guardamar er fallegur strandbær með allri almennri þjónustu, sbr. verslunum, veitingastöðum ofl. en bærinn liggur við syðri hluta Rojales og er stutt á ströndina á La Marina eða Guardamar. Næsti golfvöllur er La Marguesa í Rojales en einungis tekur um 10 mínutur að aka þangað.