Markaðsvirði eignar
Kr41.700.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Breeze nýjan íbúðarkjarna í Finestrat á rólegu svæði en á sama tíma nálægt mannlífinu í Benidorm, fallegum ströndum og Puig Campana golfvellinum. Fyrsti áfanginn samanstendur af 30 íbúðum og 14 raðhúsum. Í boði eru íbúðir með með 2 og 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, og raðhús með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Eignirnar eru byggðar með framúrskarandi gæðum og mynda fallegt íbúðarhverfi með sérútibílastæði, geymslum, garðsvæði og leiksvæði fyrir börn. Fallegur sameiginlegur sundlaugagarður og fyrir raðhúsin er möguleiki á einkasundlaug.
Öll þjónusta er í nokkra kílómetra fjarlægð frá El Balcón de Finestrat: La Marina verslunarmiðstöðin, veitingastaðir, matvöruverslanir, skólar, apótek og bankar o.fl.
Verð frá 2 herbergja íbúð 274.000 evrur
Afhending haust 2025
Nánar um svæðið:
Finestrat er við Benidorm sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar, staðsettur í Valencia-héraði og telst höfuðborg Costa Blanca. Í dag er bærinn byggður hágæða hótelum og skýjakljúfum sem taka á móti jafn mörgum ferðamönnum erlendis frá og Spáni. Flestar verslanir og veitingahús eru í gamla bænum, en sá hluti var áður virki. Þröngar göturnar búa yfir miklum sjarma og mynda eins konar völundarhús stræta, gatna og innskota sem geyma fjöldann allan af áhugaverðum litlum búðum auk veitingahúsa og bara sem bjóða upp á gómsæta smárétti eða Tapas. Í Benidorm má finna margar af hæstu byggingum Spánar og fasteignaúrvalið er afar fjölbreytt. Hvort sem um fjárfestingu eða afslöppun er að ræða er öruggt að Finestrat tekur sérstaklega vel á móti þeim sem kaupa fasteign á staðnum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]