Markaðsvirði eignar
Kr63.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Björt og glæsileg ný einbýlishús í la Nucia á rólegum stað milli La Nucia og Alfas del pí. Þessi fallegu hús eru á 2 hæðum. Á jarðhæð er sameinuð stofa og borðstofa með opnu eldhúsi, svefnherbergi og baðherbergi, út frá stofu er gengið út á rúmgóða verönd með einkasundlaug og garði. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi til viðbótar og sameiginlegt baðherbergi. Bæði svefnherbergin eru með aðgang að stórum svölum. Húsin koma fullbúin með öllum heimilistækjum frá Bosch og að sjálfsögðu er loftkæling innifalinn í verði.
Um svæðið:
La Nucia bær á norður Costa Blanca í mikilli uppbyggingu þar er m.a. verið að byggja stærsta íþróttaháskóla Spánar og stærstuu Wave pool eða öldusundlaug í Evrópu þar sem ætlað er að halda heimsmeistaramót á Brimbrettum. Staðsett aðeins inn í landi frá Benidorm eða max 10 mín keyrsla og líka í alla skemmti- , vatnsrennubrauta- og dýragarði. Þú ert bara 5 mínútur að keyra á vinsælu ströndina í Albir og aðeins 45 mín frá flugvellinum í Alicante. Stutt í golfvelli, fjallgöngur og alla útivistarmöguleika. Öll þjónusta í göngufæri og mikið úrval af alþjóðlegum skólum fyrir börn í næsta nágrenni. Frábær staðsetning þar sem er stutt í allar áttir.