Markaðsvirði eignar
Kr11.000.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Mjög fallegar 2.herbergja vel skipulagðar og einstaklega bjartar íbúðir sem standa í framlínu við golfvöllinn Terrazas de la torre sem er í lokuðu og vöktuðu íbúðasvæði (gæsla 24/7) þar sem finna má ýmsa þjónustu eins og veitingastaði og matvöruverslun. Í um 10 mín akstri af öðrum golfvelli (La Torre Golf).
Margir Íslendingar þekkja þennan völl þar sem farnar voru á þennan völl skipulagðar hópaferðir í gegnum íslenska ferðaskrifstofu fyrir nokkrum árum. Golfvöllurinn er og rekinn af fyritæki sem heldur og utan um marga aðra golfvelli í grendinni en nefna má þar Mar Menor og Evrópumótaraðargolfvöllinn El Valle en allir íbúðareigendur spila á þessum golfvöllum á afsláttarkjörum.
Íbúðirnar sjálfar eru í þriggja hæða húsum og skiptast verðin eftir því hvar hver og ein íbúð er staðsett.
Innan eignar er 1 til 2 svefnherbergi og 1 baðherbergi ásamt rúmgóðri bjartri stofu og borðstofu og sér eldhúsi. Úr stofu er gengið út á svalir með stórkostlegu útsýni út á golfvöllinn. Hér er um einstakt tækifæri að ræða að kaupa eign inni á golfsvæði á frábærum kjörum.
Ekki tekur nema um 20 mín að keyra á að minnsta kosti 10 aðra golfvelli en nefna má Mar Menor, Roda Golf, Mosa Trajectum, Serenagolf, Lo Romero, Las Colinas, Villa Martin, Las Ramblas Campoamor, La Torre golf, El Valle ofl. Og þeir sem vilja liggja við strönd þá er um 20 mín keyrsla á ströndina. Ekki tekur nema rétt um 15-20 min að keyra á Torreviejasvæðið þar sem finna á m.a. Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina og um 60 til 80 min akstur er á Alicante flugvöllinn. Mjög fjölskylduvænn og öruggur staður þar sem mikið er af grænum svæðum og gönguleiðum
Eigendur eigna inni á svæðinu hafa allir aðgengi að 9 sundlaugum sem þar eru ásamt leikvöllum fyrir börn. Verð frá 71.600 evrur
Rekstargjöld skiptast í eftirfarandi :Fasteignagjöld um 39.000 kr á ári
Samfélagsgjald um 12.000 kr á mánuði (innifalið í því eru þrif á öllum 9 sundlaugunum og svæðinu sjálfu + allur kostnaður við gæslu)