Markaðsvirði eignar
Kr199.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Glæsileg lúxus villa í Campoamor, þar sem stutt er að nálgast næstu þjónustu og veitingastaði. Verslunarmiðstöðin La Fuente er í nokkra mínútna akstursfjarlægð frá eigninni, þar finnur þú allskyns veitingastaði, bari og verslunarbúðir. Einnig er hin stóra verslunarmiðstöð Zenia boulevard í 5-10 mínútna akstursfjarlægð frá.
Þessi glæsilega villa er staðsett á lóð sem er 785 m2, húsið sjálft er 431 m2 og er með fjórum svefnherbergjum, tvö þeirra eru með sér fataherbergjum, og það eru fimm baðherbergi, stór og flott setustofa, nútímalegt eldhús með flottri borðstofu. Það er einnig leikjaherbergi og líkamsræktarherbergi, það eru stórar og flottar svalir og þaksvalir með glæislegu útsýni yfir hafið og grænu svæðin í kring. Eignin er með flottri einkasundlaug sem hægt er að loka af ef veðrið býður ekki upp á notalega stund undir sólinni, það er einnig sauna og flottur nuddpottur. Hjá sundlauginni finnur þú flott útisvæði og grillsvæði.